loading

MANNVIRKJALÖG – AÐALHÖNNUÐIR

June 10, 2016·by ivar·in Reflections & Thoughts

MANNVIRKJALÖG – AÐALHÖNNUÐIR

ÍSLENSK LÖG UM AÐALHÖNNUÐI:

Það gera flestir ráð fyrir því að umhverfi okkar sé hannað af Arkitektum og þá er sama hvaðan þeir koma eða hversu mikla menntun þeir hafa sótt sér.  Aðalhönnuður er ekki það sama og Arkitekt.  Áherslur þeirra til hönnunar eru mjög ólíkar.  Önnur snýr að heildarmynd byggingar og samspili; umhverfis, nýtingar og óskinni um upplifun, en hin snýr að byggingartæknilegum lausnum þeirra.

Ólíkur bakgrunnur hönnuða gerir það að verkum að það fagfólk sem að hönnun bygginga koma, hafa ólíka styrkleika og er það vel. Að hverri byggingu koma nefninnilega margir að með þekkingu sína og engin einstök bygging er hönnuð að einum aðila.  Það er því alls ekki ætlun mín með grein þessari, að gera lítið úr nokkurri starfstétt, en frekar að sýna fram á ólík gildi þeirra sem starfa sem aðalhönnuðir að húsum og örðum byggingaframkvæmdum hér á landi.  Í gegn um tíðina hafa arkitektar starfað meira og meira með margskonar sérhönnuðum og sumir hafa líka veitt þeim innsýn í hluti sem þeir hafa einungis haft sem hluta að sínu starfssviði, í starfsumhverfi sem er alltaf að verða flóknara.  Þetta samstarf hefur því að mörgu verið til sóma og oftar en ekki verið á milli þeirra tveggja starfsgreina sem hér í greininni eru bornar saman.

 

NÁM BYGGINGARFRÆÐINGA:

Það er nokkuð eftirtektarvert sem byggingarfræðifélag Íslands setur fram í málsgagni sínu til kynningar á greininni, að handteiknuð er mynd af því sem ég get ályktað að sé byggingafræðingur.  Þessi persóna heldur þar á T-striku og teikningum og er staðsett framan við byggingu sem er gerð í anda teiknara, sem störfuðu við upphaf síðustu aldar.  Styrktaraðili útgáfunnar er skóli sem menntar langflesta byggingarfræðinga á Íslandi, ég ætla að það sé um 95 – 99%.  Forsíðan er teiknuð af dana og sýnir löngu horfna tíð teiknara, sem hvarf á þessari öld sem við höfum kallað tölvuöld og hefur verið við líði í á þriðja tug ára.  En við skulum gefa málgagninu smá slaka, því það er gefið út fyrir nokkru, þó námið snúist um það sama og nemendurnir komi frá því með sömu menntun.  En mér er líka ljúft og skilt að skoða þetta frekar, því útgáfan er frá sama ári og ég útskrifaðist úr skóla sjálfur. Á þeim tíma voru ekki bara CAD forrit búin að vera notuð í meira en áratug, heldur var þrívíddarvinnsla í arkitektúr farin að notast við „special effects“ forrit frá kvikmyndaiðnaðinum.

Í málsgagninu er verið að leita í brunn þekktra byggingarfræðinga, sem hafa starfað á Íslandi í nokkurn tíma.  Það gefur til kynna að flestir sem velja þessa starfsgrein eru iðnaðarmenn.   Á fremstu síðu eru störf byggingarfræðinga skírð, sem þróun á því að hafa tæknimenntaða menn, til að koma til móts við iðn- og tæknivædds byggingariðnaðar nútímans, en að nú sé námið “breiðara” svið en flestra annarra langskólagenginna tæknimanna og að þekking þeirra nýtist því til fjölbreyttari starfa.

Mikið og stórt er til tekið í þessari kynningu á faginu, að vísa til þess að nám byggingarfræðinga sé “breiðara” en flestra annara tæknigreina.  En mikilvægast kannski að þarna kemur fram að námið snýst um tækni.

Áfram er að kynnt að námið séu sjö annir og er sú hefð að hluti einnrar þeirra er utan skóla í nokkurskonar starfsreynslu.  Er það vel, en á sama tíma gerið það bóknámið að sex og hálfrar anna menntun.  Á tveim síðustu önnum námsins kemur fram að  þá séu nemendum kynnt öll grundvallarþekkinga fyrir.  Þeim byggingum er ætla að veel, en i að þarna kemur fram að namið snenn.atð finna heima fyrir.  Þeim byggingum er ætla sem lítur að húsbyggingum og annarri mannvirkjagerð.  Að meðal námsgreina sé; hönnun, burðarþol, lagnir, efnisfræði, áætlanagerð, stjórnun, fjármálastjórn fyrrtækja, lögfræði o.fl.

Nú, við skulum ekki ofætla þessari menntun og gera ráð fyrir að eftir þessa þriggja anna innsýn í fjölbreytileika hins manngerða umhverfis, að nemandi í byggingarfræði hafi ekki fengið fullgilda innsýn í lögfræði eða fjármálastjórn fyrirtækja, sem aðrir fá á langri háskólagöngu. Við skulum líka ætla að nemandinn fái ekki sömu innsýn í burðarþol og lagnir og verkfræðingur fær á fjögurra ára skólagöngu sinni.  Til að skýra betur þá er hér skilgreining á Efnisfræði: Efnisfræði er sú grein er fjallar um hráefni, uppbyggingu, framleiðslu og efniseiginleika ýmissa efna, svo sem málma, stáls, plastefna og glers.  Við skulum líka ætlaða efnisfræðikennslan veiti almenna innsýn i þetta, eins og hinir þættir námsins.  Gott er að áætlanagerð sé kennd og er hægt að kynnast slíkri þekkingu á endurmenntunar námskeiðum háskólana.  Stjórnun er akkúrat það og er kannski erfiðari að kenna, en innsýn í stjórnun er af hinu góða.  Þá er bara eftir þetta óskilgreinda fyrirbrigði “hönnun”, en fram kemur að á síðustu önn námsins vinni nemandinn að hönnunarverkefni.  Fram kemur að “allir” hönnunarþættir komi þarna fram.  Þess skal getið að ekki er um eiginlegt hönnunarverkefni að ræða, því nemendurnir fá verulega einfaldaða mynd af hlutverki byggingarinnar sem þeir eru að hanna.  Hönnunin snýr þá að byggingartæknilegum lausnum, eins og skýrt er að framan.  Til samanburðar hannar líka lýsingafræðingur byggingu, en hann er ekki aðalhönnuður hennar og gerir sér ekki upp að vera, eða geta verið eini hönnuður hennar.  Þess skal hinsvegar líka getið að þetta eina hönnunarverkefni nemendanna er unnið í hópvinu, þar sem enginn einn nemandi þarf að koma að vinnslu á öllum teikningum verksins.  Sérverkefni er einnig unnið á þessari síðustu önn og þar er val um það sem hér að ofan var getið, en við bætist að sem sérverkefni getur verið að læra að teikna tölvutækt.

Þess skal líka getið að byggingafræðinemar velja sér aðra tveggja “lína” í sínu námi, annaðhvort sem hönnuðir eða stjórnendur, þannig að áherslan getur verið ólík á þrem önnum námsmannsins og því væntanlega það hvort þeir útskrifast með áherslu sem hönnuðir eða framkvæmdastjórnendur.

Með ofangreindu er það fullyrt að menntun byggingarfræðinga sé afar víðtæk og að hún geri nemendur færa um að takast á margvísleg og krefjandi störf.

Félag Iðnfræðinga gerði athugasemd við gerð nýrra laga um Mannvirki, við það að Mannvirkjastofnun veiti þeim ekki löggildingu sem sérhönnuða.  Nám Byggingarfræðinga, gefur þeim réttindi sem Iðnfræðingar eftir þriggja anna nám.  Það er einmitt félag Iðnfræðinga sem Byggingarfræðingar voru hluti af, þar sem Iðnfræði var á árum áður það sem nú kallast bygginga og tæknifræði.  Byggingarfræðingar höfðu ekki áður haft leifi til aðritunar aðaluppdrátta, en fengu það árið 1983.  Hæstiréttur staðfesti rétt þeirra til slíks í máli 49/1986, árið 1986 skv. málavöxtum sem mér eru ekki kunnir, en “endanlega” staðfest í 1. mgr. 25. gr. laga nr. 160/2010. Hvað sem fólki má um þetta finnast, þá er almennt 210 ECTS nám Byggingarfræðinga, þar sem hið eiginlega nám er 180 ECTS einingar en hitt metið fyrir starfsreynslu.  Er þetta nám metið til jafns við 300 ECTS eininga fullt nám Arkitekta, af bæði íslenskum löggjafa og dómsvaldi, en hið 180 ECTS eininga Batchelor nám þeirra til þriggja ára ekki fánalegt sem fullnaðar nám.

Byggingarfræðingar í tali félags þeirra eru hátt í fjögur hundruð, nokkuð fleiri en arkitektar og því er meira en helmingur aðalhönnuða á landinu ekki arkitektar, né hafa þeir fengið menntun í heildar hönnun bygginga.  En þessi upptalning er alls ekki til að setja niðri menntun byggingarfræðinga, því svipað mætti því væntanlega gera á milli menntastofnana þeirra sem arkitektar koma frá.  En segja má að fjölbreytni þeirra sé líklegri, þar sem næstum allir íslenskir byggingarfræðingar koma frá sömu menntastofnun í Danmörku. Það sem þessum texta er ætlað að varpaljósi á, er að á engan hátt er hægt að bera þessa menntun saman, hvorki í efni né lengd náms.

 

NÁM ARKITEKTA:

Arkitektar hafa líka ólíka menntun eftir því hvaða þeir sóttu nám sitt. Áherslur eru ólíkar eftir löndum en ekki síður á milli einstakra skóla.  Gæði þessarar menntunar hefur m.a. með það aðgera hversu góður aðgangur er að kennurum og gestum þeirra, en ekki síður að gæðum bókasafns og aðgangi að ráðgjöfum úr tæknigeiranum sem tengjast með einum eða örðum hætti þessum skólum.  Á endanum eru líka ólíkar aðferðir til að ná fullnaðar réttindum sem arkitekt.  Algengast eru 5 ára heildarnám arkitekta og þá eru flestir jafnvel að klára nám sitt frá einum skóla.  Nám í Skandinavía er algengast með þessum hætti.  En nám frá ensku mælandi löndum er skipt upp í „batchelor“ eða „undergraduate“ nám og svo „master“ eða „graduate“ nám.  Fyrri hlutinn eru þá þrjú ár, en sá seinni þrjú, þar sem hægt er að fá eitt metið.  En eitt er sameiginlegt þessum námsaðferðum og löndum, að nám arkitekta er aldrei minna en 5 ár og er algengast að helmingur þess náms snúi að hugmyndasmíð og hönnun.  Evrópsk og Amerísk einingakerfi eru ólík, og það breska er svo enn annað, en sbr. upplýsingar frá LÍN, er algengast er að samanburðurinn séu að 15 einingar US séu það sama og 30 einingar ECTS.  Það er líka ólíkt á milli skóla hvað sé talið fullt nám og æskilegt.  Í arkitektúrnámi í vel metnum háskóla í Ameríku er ekki óeðlilegt að ætlast sé til 18 eininga á önn í fullu þriggja ára Mastersnámi, eða alls jafngildi 216 ECTS eininga.  Það er því ekki fyrir þá sem eru að flýta sér að taka fullt nám i faginu.  Ef það nám er tekið til fulls þarf því viðkomandi að vera búinn að taka alls 396 ECTS einingar eftir þriggja ára BA nám og fullt þriggja ára M-Arch nám, en 324 einingar hið minnsta fyrir professional B-Arch nám.

Í samanburði, skal þess getið að nám arkitekta er hið minnsta 10 annir (300 ECTS) og má viðkomandi ekki kalla sig arkitekt fyrr en því hefur takmarki verið náð.  Allar þessar annir er höfuðáhersla lögð á hönnun bygginga og því helmingur námsins eða níu einingar ætlaðar til þess á hverri önn.  Samanlagt er að jafngyldi þess að 5 annir séu bara ætlaðar til reynslu af hönnun (150 einingar).  Verkefnin fjölþætt og flókin, en alltaf ætluð til þess að vera skapandi og frjó í hugsun.  Öll skulu þau vera unnin af nemandanum sjálfum og byggð á að geta verið kynnt sem ein heild er lúti forsendum verksins.  Ef um samstarf er að ræða, er það ætlað til að kynna hvernig er að vinna í samstarfi, en heildar ferlinu ætlað að auðga einstaklinginn sem aðalhönnuð bygginga með yfirsýn yfir ólíka fleti hönnunar þeirra. Mælt er með að viðkomandi afli sér starfsreynslu, en er það ekki metið til eininga, jafnvel þó viðkomandi taki sér heilt ár á milli fyrri og seinnihluta náms, eða starfi sem „intern“ yfir sumartímann.

 

 

LÖG UM MANNVIRKI – nr. 160 28. Desember 2010:

Þessi samantekt var gerð upphaflega til kynningar fyrrum Umhverfisráðherra, til þess að skýra af hverju arkitektar teldu að sér vegið í því að leggja fjölþætta menntun þeirra til jafns mun styttra náms. Ekki til þess að draga aðra niður, heldur til að varpa ljósi á það að ef hlutverk laganna var að vera umgjörð um „betri“ hönnun, yrði að ætla að grundvöllur þeirra sem hefðu á framkvæmdahönnun stjórn, væru til þess full menntaðir.  Ef á annan kantinn þætti eðlilegt að arkitektar leituðu sér náms og lykju alls á milli 310 og 390 einingum, væri sérstakt í það minnsta, að Byggingarfræðingar sæktu nám sitt og lykju því með 180 einingar af skólanámi sínu, ekki sýst þar sem ætlast er til þess að arkitektanemar hafi líka lokið fullnaðar Menntaskólaprófi, en minna náms sé ætlað til þess að geta sótt sé menntun í Byggingarfræði.  Í grófum dráttum er því ætlast til alls 9 ára framhaldsskólamenntunar af arkitektum, en sex ára framhaldsskólamenntun af Byggingarfræðingum.

Gæði bygginga snúa að mörgum þáttum. Eins og að ofan ergetið er nám þessara tveggja starfsstétta ólíkt.  Þekking þeirra er líka ólík við það að útskrifast úr námi.

Í þeim löndum sem undirritaður hefur þekkingu á; Englandi og Bandaríkjunum, þarf að sækja sér fullnaðar samþykki þarlendra Arkitektafélaga til að fá að teljast fullgildur aðalhönnuður. Til þess að það fáist þarf viðkomandi að sýna fram á fullnægjandi menntun frá viðurkenndri menntastofnun og þá ná þaðan fullnægjandi fjölda eininga.  Því til viðbótar þarf viðkomandi að hafa hlotið reynslu af störfum sem arkitekt. Annarsstaðar og mér skilst að svo sé í Danmörku, þarf ekki skráaða aðalhönnuði til, til þess að sækja um leyfi fyrir framkvæmdum.  Okkar er einungis að ákveða hvoru kerfinu við viljum fylgja, og hafa skilning á kostum og göllum beggja í því samhengi óskar okkar um „betri byggð“.  Hlutverk og hugmyndafræði laganna þarf að liggja fyrir, annars er ekki hægt að vinna fyrir þau góða Reglugerð, því þeim er einungis ætlað að skýra frekar vinnureglur.  Hugmyndafræðin er sett í lögunum og vísast skal því í lögin sjálf.

 „Markmið laga þessara er: #1-Að vernda líf og heilsu manna, eignir og umhverfi með því að tryggja faglegan undirbúning mannvirkjagerðar og virkt eftirlit með því að kröfum um öryggi mannvirkja og heilnæmi sé fullnægt. #2-Að stuðla að endingu og hagkvæmni mannvirkja, m.a. með því að tryggja að þau séu hönnuð þannig og byggð að þau henti íslenskum aðstæðum. #3-Að stuðla að vernd umhverfis með því að hafa sjálfbæra þróun að leiðarljósi við hönnun og gerð mannvirkja. #4-Að stuðla að tæknilegum framförum og nýjungum í byggingariðnaði. #5-Að tryggja aðgengi fyrir alla. #6-Að stuðla að góðri orkunýtingu við rekstur bygginga“.

 

Skýring á vef Reykjavíkurborgar var makmið laganna eilítið einfaldari að skilja:

„Alþingi samþykkti þann 15. desember 2010 frumvarp umhverfisráðherra til laga um mannvirki. Markmið nýju laganna er að auka öryggi og gæði mannvirkja, efla neytendavernd, gera stjórnsýslu mannvirkjamála sem skilvirkasta, auka faglega yfirsýn í málaflokknum og tryggja samræmt byggingareftirlit um land allt“

 

Markmiðið er þarna sett fram og er eðlilegt að það sé skýringin á því hvað sé átt við. En það sem almenningur kallar „gæði mannvirkja“ kemur í raun hvergi fram í markmiðum laganna sjálfum.  En, í þeim kemur fram sem fyrsta markmið; a) „að vernda líf manna og heilsu, eignir og umhverfi“.  Að gera það b) „með því að tryggja faglegan undirbúning mannvirkjagerðar“.  En ekki sýst, að það sé gert með c) „virku eftirliti með því að kröfum og öryggi mannvirkja og heilnæmi sé fullnægt“.

Á heildina litið má merkja að þeir sem að lagagerðinni komu, séu á því að með eftirliti embætta verði hægt að ná fram „gæðum“ á byggingum. Það sé gert með gæðakerfum á því hvernig hönnuðir, byggingarstjórar og iðnmeistarar geymi gögn sín.

Það er í raun lítið rætt um hönnun bygginganna sjálfra, því hver sé undirstaða, menntun og reynsla hönnuða þeirra, eða hvernig megi ná fram því menningarlega gildi sem byggingalist gefur og kemur m.a. fram í Mannvirkjastefnu í Mannvirkjagerð – stefnu íslenskra stjórnvalda í byggingalist.

 

Spurningin er:

Hefur Mannvirkjalögum tekist að ná fram óræðum Markmiðum sínum um gæði?

Endaspurningin liggur svo kannski ekki síður í því að skilgreina gæði í byggingalist!

Það hlutverk hefur m.a. átt að vera í höndum Arkitektafélags Íslands, að koma afstöðu sinni á gæðum á framfæri í þjóðfélaginu og virði góðrar hönnunar. Með hliðsjón af lögunum, má ætla að félagið hafi á einhvern hátt ekki náð fram því markmiði sínu,. En upphafsorð í markmiðum félagsins eru; „að stuðla að góðri byggingarlist í landinu…“. Í þessu sambandi má vísa í grein undirritaðs; „Ábyrgð Arkitekta á hinu byggða umhverfi“.

 

Ívar Örn Guðmundsson

NEXUSarkitektar

Share this Post

Comment

Tags