loading

Public Space & Transportation Systems

June 15, 2016·by ivar·in Architecture & The City

MIÐBORG REYKJAVÍKUR

Samhengi Samgangna og Opinna Almenningsrýma – árið 2004

Hugmyndin er í mörgum hlutum en saman byggist á því einfalda hugtaki BETRI BORG.
Ýmislegt þarf til að gera Höfuðstað að borg og ekki er alltaf um byggingar að ræða.

Saman stendur hugmyndin af þrem hlutum;

1 – Nýbyggingarsvæði á Hafnasvæðinu.
2 – Útivist í hjarta Borgarinnar.
3 – Umferð, Bílastæði & Gangandi Vegarendur.

 

#1 Hugmynd um Staðsetningu – Samhengi við Menningarlíf Borgarinnar
-Tónlistarhúsið á að vera hluti af lífi borgarinnar,en ekki staðsett í höfninni, til þess eins að vera stöðutákn. Gott dæmi er t.d. Lincoln Center í New York, þar sem borgin liðast um-hverfis byggingarnar og það sem þær hafa að geyma. Byggingunni ætti því að koma fyrir á lóð SVR, en byggja hana uppi á “Plaza”, þannig að umferð geti komist undir hana.

-Rífa skal “ljóta” húsið (Hstr.#20)og leyfa Tónlistarhúsinu að njóta sín af íbúum borgarinnar.
Í stað Hstr.#20 kæmi útisvið, með tröppum og römpum sitt hvoru megin upp á Plazað.

-Plazað næði yfir Lækjargötu að Arnarhóli, yfir Sæbraut að Hafnarsvæðinu og yfir Hafnar-stræti að Lækjartorgi. Undir plazanu yrði bílastæðahús.

-Hótel og Ráðstefnuhús einnig ofaná plazanu (sunnan Sæbrautar).

-Nýjar höfuðstöðvar Landsbanka Íslands einnig ofan á plazanu (norðan Sæbrautar).

-Þétt íbúabyggð ætti að koma fyrir við höfnina, líkt og sést t.d. við Helsingjaborg og í Malmö, en einnig í miðborg Kaupmannahafnar. Þar liðast gangandi umferð á milli bygginga og að sjávarsíðunni, sem opin er almenningi. Þar er fyrir komið þjónustu og veitingahúsum á fyrstu hæð sem og bílastæðageymslum íbúanna. Bryggjurnar yrðu nýttar sem útivistarsvæði, hannaðar sem slíkar, sjá t.d. árbakkann við Thames í London og á nýbygg-ingarsvæði Malmö.

 

#2 Opin Almenningsrými og Tenging við Íbúabyggðina
-Hljómskálagarðinn þarf að nýta betur. Til þess þarf hann að verða meira “aðlaðandi”,
bæði fyrir “nágranna” hans, sem og þá sem koma lengra að.

-Gera þarf gang/hlaupa/línuskauta brautir um garðinn.

-Gera þarf breiða gang/hlaupa/línuskauta brú yfir Hringbrautina.

-Tengja þarf gang/hlaupa/línuskauta brautir, sem ná að mestu umhverfis Reykjavík, inn í
miðborgina. Til þess þarf að gera stíga betri, sem tengjast frá miðborginni, yfir Hringbraut um Háskólasvæðið og Vatnsmýrina, út að ströndinni.

-Gera ætti veitingahús við suður-tjörnina (á tjörnina), eins og gert hefur verið t.d. í
Hyde Park í London, Boathouse Cafe í New York, sem og annars staðar.

-Gera ætti mögulega útitónleika á sumrin, um hverja helgi gæti Óperan, Simfónían, eða aðrir verið með tónleika, þar sem gestir kæmu með sitt “picknic” teppi og fengju sér léttar veitingar á meðan tónleikar væru. Þessi aðstaða ætti að tengjast Hljómskálanum.

-Bátaleigu mætti koma fyrir við hlið veitingahússins, þar sem væri hægt að leigja árabáta.
Á vetrum yrði bátaleigan nýtt sem aðstaða fyrir skautasvell og koma þyrfti þar fyrir lýsingu.

-Gera þyrfti tjarnarbarminn þannig úr garði að hægt sé að sitja á honum.

-Núverandi tjarnarbarm, þar sem börn gefa öndunum, þarf að koma fyrir “gæsafælu”, einhverjum mechanisma til að fæla gæsirnar frá stéttunum, þannig að gestir þurfi ekki að hafa aðalatriði, það hvort stigið sé á dritið úr þeim.

-Byggja ætti við Vonarstræti Reykjavíkurhús, létta glerbyggingu (í stað bílastæðis), þar sem
borgarbúar geta tilt sér við Alþingishúsið, líkt og alþingismenn gera nú í kaffistofu sinni.

 

#3 Aðskilnaður Umferðar og Gangandi Gesta Miðborgarinnar
-Eftir færslu Hringbrautar, ætti að vera gert bílastæði við enda Hljómskálagarðs, með góðum tengingum inn í garðinn og að gönguleiðum.

-Sóleyjargötu ætti að gera að fjögurra akreina götu, til að anna þeirri umferð sem þarf í
Miðborgina. Þessa götu ætti að byrja að lækka við Njarðargötu, þannig að hún yrði að fullu niðurgrafin við Skothúsveg. Með þessu myndi Bragagata verða lokuð við Fjólugötu og brú fyrir fótgangandi úr hverfinu yrði gerð yfir Sóleyjargötu í Hljómskálagarðinn.

-Með því að setja Sóleyjargötu í stokk frá Skothúsvegi og að Vonarstræti, tengist Fríkirkju-vegs-garðurinn og Listasafn Íslands við Tjörnina með nokkurskonar “Promenade”, sem
aftur tengir svæðin norðan og sunnan tjarnar betur. Einungis yrði leyfður akstur eftir einni akrein frá Skálholtsstíg að Skothúsvegi, þegar nauðsyn krefur hjá Fríkirkjunni.

-Miðju akreinarnar færu neðanjarðar undir Lækjargötu og kæmu upp á móts við Arnarhól
(undir Plazanu), en ytri tvær akreinarnar kæmu upp á hringtorg við Vonarstræti. Þannig yrði
minnkað umferðarálag á Lækjargötunni og gangstéttar gerðar breiðari.
-Bílageymslu væri hægt að koma fyrir framan við Menntaskólann í Reykjavík, án þess að lóðin skertist á nokkurn hátt. Aðkeyrsla yrði frá hringtorginu við Vonarstræti og undir Bók-hlöðustíg. Útkeyrsla yrði svo undir Amtmannstíg og út á Lækjargötu.

Share this Post

Comment

Tags