loading

UM MENNINGU OG ARKITEKTÚR

June 10, 2016·by ivar·in Reflections & Thoughts

UM MENNINGU OG ARKITEKTÚR:

Samhengi menningar hvers þjóðfélags og samtíma þess er óaðskiljanlegt og ekki hægt að taka úr samhengi.  Þess vegna þroskast bæði samfélagið og menning þess, en menningin er spegill samtímans.  Frá þessum spegli má ætla að sjálfstætt og framávið þenkjandi fólk vilji sýna í menningu sinni, það besta sem það getur á hverjum tíma.  Það hinsvegar hvað er best er svolítið afstætt, en í listum hefur það alla tíð þótt vera það sem boðar nýja og framþróandi hugsun samtímans, aukin skilning eða innsýn í hið óþekkta og hvatning til hins mögulega.

 

Allt frá tíma endurreisnarinar í hinu vestræna samfélagi, hefur það verið listanna að marka veginn.  Það hefur á öllum tímum valdið því að skorað hefur verið á niðurnjörvaðar hugmyndir manna til þess hvað eru gæði, hvað er rétt og hvað endurspeglar menningu samfélagsins.  Sumir þeir sem hafa fengið, eða tekið sér vald í hendur, hafa svo oftar en ekki skorað á þessar framsæknu hugmyndir og viljað halda því í greipum fortíðar sem er þekkt, í stað þess að skoða þá möguleika sem felast í endurskoðun hennar, rýni á þekkt gildi og ekki sýst framsýni.

 

Flestir þegnar samfélagsins taka þátt í þjóðfélagsmynd þess með einum eða örðum hætti og þannig í menningu hvers tíma.  Það er hinsvegar ekki nema lítið brot þessara sömu þegna sem láta sig það varða með þeim hætti að þeir tileinki starfævi sína til þess að hafa á hana áhrif.  Allir þegnar landsins geta því haft á menningu samtímans skoðun, en það breytir ekki því að einungis brot þeirra er skapandi afl menningarinnar.

 

Valdhafar hafa í gegn um tíðina haft mikinn áhuga á að vera þetta afl, en oftar en ekki snýst það um að endurspegla sýn þessa einstaklings á það hvað er menning, fremur en að endurspegla hina sönnu menningu samfélagsins.  Þessir aðilar hafa þá bara skin á það sem þegar hefur verið gert, en ekki eitthvað sem hægt er að mynda sem spegil samtímans.  Tilvitnanir þessa aðila getur aldrei verið annað en endurgerð og því aldrei verið það sem á hverjum tíma er best hægt að gera.

 

Í gegn um tíðina hefur það hinsvegar ekki verið tekið út með sældinni að vera þessir framávið þenkjandi hugsjónamenn menningarinnar og ekki öllum gefið að vera í lifanda lífi það sem kalla má menningarfrömuðir.  Oftar en ekki er þetta fólk misskilið af þeim sem eiga erfitt með að treysta því að það sem nútíminn getur af sér, sé endalaus leit að nýjum gæðum, sem ekki sýst byggir á því að reyna sig áfram og með vilja til þess að þróa og þroska það sem áður hefur verið gert.  En þetta er undirstaða þess að viðhalda menningarsamfélagi sem á að geta tekið þátt í hinu alþjóða samfélagi, sem við nú erum hluti af, á jafningjagrundvelli.

 

Það er því óumflýjanlegt að við rýnum okkur í víðara samhengi, þegar við skoðum hvert samfélag okkar og menning er komin eða leytum að því hvert við viljum þroska hana.  Þetta er undirstaða þess að geta myndað okkur framtíðarsýn og er undirstaða þroska þjóðfélagsins.

 

Menning okkar endurspeglar þetta svo og hefur byrtingarmynd sína í þessum hugrenningum okkar til framþróunar.  En, ef spegillinn er einungis notaður til þess að skoða hvaðan við komum, í stað gagnrýninnar hugsunar um það hvar við erum eða viljum fara, er ekki hægt að ætla að við berum mikla virðingu fyrir því samfélagi sem við nú lifum í, né höfum trú á því hvers megnug við nú erum.

 

 

FRAMÞRÓUN Í IÐN- & NOTENDA MENNINGU:

Allar okkar starfsgreinar þurfa að vera í framþróun.  Við getum sem dæmi dásemað þá gömlu tíð, þegar mjaltakonur sátu á fötum við að handmjólka kýr, sem allar fengu að hlaupa um grænar grundir.  En raunveruleikinn er sá að þessi tíð er liðin.

Mjaltakonurnar fást ekki til starfa, ekki sýst vegna þess að rómantíkin við störf þeirra var helst í augum okkar sem aldrei kunnu að toga í þessa spena, eða höfðum jafnvel komið í fjós.  Þörf þjóðarinnar til mjólkurvara er orðin svo mikil, að engin bóndi getur leyft sér að hafa framleiðslueiningu sína, því það er jú nyt kýrinnar, unna með þeim hætti sem áður var.

Enginn útgerðarmaður getur heldur leyft sér að vera með lítinn timburbát eða gert út á hreint afl sjómanna sinna í að toga inn netin. Rómatík síldarævintýrisins var líklega helst í augum þeirra sem skoðuðu svarthvítar myndir af því löngu síðar, frekar en að hafa verið með andlitið ofan í síldinni og saltinu heilu og hálfu sólarhringana, oftar en ekki við aðstæður sem í dag teldust óboðlegar.

Á sama hátt gæti ekki söluaðili þessara afurða, jafnvel útflutningsaðili, leyft sér að halda bókhald í litlum skrifuðum rúðustrikuðum bókum, eða haft skjöl sín vélrituð og leiðrétt af flokki skrifta.

 

Við höfum sem sagt samþykkt framþróun í flestum ef ekki öllum okkar gjörðum, hvert heldur við störf eða í eigin tíma.  Í vinnunni er talið best að nýta nýjustu og bestu tól, sem gefa hvað besta framleiðni hverrar framleiðslueiningar, hvort heldur framleiðslan er iðn eða hugvit.

 

 

DAGUR Í LÍFI NÚTÍMAMANNSINS:

Út vinnunni dreymir okkur mögulega um að komast, á „eco-friendly“ hydrogen hybrid bílnum okkar sem kemur okkur á áfangastað án mikils kostnaðar eða útblásturs, keyrt eftir „navigation systeminu“ sem veit um allar umferðarteppur og seinkanir, allavega þangað til „gps-inn“ nær að sjá um keyrsluna, en treystum líka á bæði skriðvörnina og „abs“ bremsukerfið til að komast heil heim í snjónum.  Á leiðinni viljum við líka hlusta á „downlódaða“ tónlist á „mp3“ sem við fáum beint úr „I-phoninum“ okkar, beintengdum við hljóðkerfi bílsins,  eða enn frekar að „stríma“ nýjust músíkinni beint, þar sem bíllinn er jú á „netinu“.  Heim komum við svo og kveikjum á eldhússkjánum, þar sem við getum „skæpað“ unglinginn sem fluttist fimm tímabelti í burtu, svona rétt á meðan verið er að elda og þannig fengið löngu floginn unglinginn til að taka svolítið þátt í fjölskyldulífinu hér heima.  Á meðan skoðum við líka „website“ alheimskokka um það hvernig best sé að útbúa réttinn sem stungið er inn til „dialectrískrar“ hitunar á nokkrum sekúndum, en eftir að „micro-ofnin“ klárar sitt, þá setjumst við framanvið „Smart-TV flatskjáinn“ og á eftir að hafa skoðað heimsfréttirnar á öllum helstu fréttastofum heimsins, tökum við eina góða “ræmu” á „Netflixinu“, þar sem er endalaust úrval af bíó en á sama tíma stillum við lýsinguna í herberginu í gegn um „I-padinn“ og þá líka kannski hitann fyrst við erum að þessu og jafnvel best að setja upp á „hússtjórnarkerfinu“, hvernig við viljum láta það „stríma“ mynd úr dyrasímakerfinu í „I-phoninn“ okkar, þegar við erum ekki heima.  En á þessum tíma gengur svo litla barnið að skjánum og gerir góða tilraun til að „slida“ skjánum til hliðar með puttanum, líkt og “Chauncey Gardiner” gerði, til að skipta um stöð á fjarstýringunni, þegar honum líkaði ekki efnið.  Svo svona rétt fyrir háttinn fáum við á „Viber-num“, fría ljósmynd af unglingnum í fjarlægu landi og því hvað hann er að gera skemmtilegt, en þá um leiða fáum við skilaboð á „lap-toppinn“ um færslu vinar okkar á „fésbókinni“ og því verðum við að „commenta“ á það sem helst er að gerast, en þetta gerum við að sjálfsögðu á „Wi-Fi-inu“ í gegn um háhraðanetið sem lagt var í húsið.  Svo „snapchattar“ maður „GN“.

 

Í framförum samtímans, er fyrirsjáanlegt að kynslóðirnar muni keyra saman og ófrávíkjanlega verða við það árekstrar.   Við hin eldri reynum að tileinka okkur það nýjasta, en ef að veikum mætti við ekki höldum í við þróunina, förum við kannski að réttlæta það með einhverjum hætti að þetta sé nú ekki allt til góðs.  Þörf viðkomandi verður þá jafnvel til þess að reyna að halda aftur af þróuninni, með formerkjunum að við séum á móti hinu eða þessu, eða þá jafnvel á forsendum sem geta einungis verið til að hylja það að við höfum ekki þroskað með okkur nægan skilning á því sem nýjast er – við höfum ekki fylgst með! Hraði breytinganna hefur verið svo mikill að á síðustu þrem áratugum, að erfitt hefur verið að fylgjast með á öllum frontum, á sama tíma og maður er bara að reyna að gera sitt besta í því að lifa lífinu og skyla sínu.  Hin útgáfan er að láta unglinginn sjá um tæknina og bara að nóta þess besta sem hún hefur uppá að bjóða.

 

 

AÐ HLUSTA Á TÓNLIST – Lp vs. Mp3:

Slagurinn um það hvort LP gaf betra „sound“ en stímaður mp3 „fæll“, er bara til að misskilja það sem er aðalatriði hér í þróuninni.  Það þykir í dag nokkuð merkilegt að taka LP albúm upp og jafnvel snúa á milli handa sér til að velja a eða b hlið og skella svo nálinni á sem liprast, með því að falla á sléttu rákirnar á brúninni, eða á milli laga, til að forðast miklum skruðningum.  Allt þetta eftir það að hafa sett saman hinar fullkomnu „græjur” helst ekki sambyggðar, en mögulega úr sér einingum og þá nálin á spilaranum jafnvel sér eintak fyrir bestu hljómgæði og hátalarnir settir í sandhlaðna standa, til að missa ekki bassann í gólfið.  Platan jafnvel þrifin með sérstökum klút og efni, alltaf í hring, og á eftir sett fyrst í mjúka umslagið en svo það harða, sem gaf okkur í myndmáli baksíðunnar innsýn í hugarheima tónlistamannanna.  Allt þetta gerðist svo með hinu félagslega mikilvæga spjalli, á milli tónlistarsölumannsins og „stereogræjubúðar-gæjans” sem allt vissi og í hálfgerðu “vina” sambandi, ræddi það með þér hvað væri best, gott og vont og svo ekki sýst eitthvað sem þú yrðir að prufa!

Í dag snýst það að hlusta á tónlist ekki um það sama.  Sá „karacter“ sem hér er lýst að ofan er rómatík okkar sem eldri eru og hlustuðum á tónlist, þegar ekkert sjónvarp var í júlí, eða á fimmtudögum.  RÚV var okkar eina tenging við samtímann og mannkynssagan var ein bók fyrir alla, skrifuð af einhverjum eldri “kommúnista”.  Þess tíma nútími var óskifað blað og óráður veruleiki fjarlægra heima.  Tónlist og Bílar voru í Keflavík, í námunda við Kanann, sagan var mörg hundruð ára og tækninýjungar voru bara í “Tækni og Vísindi” á RÚV.

Nútíma tónlistar ”notandi” vill hafa aðgang að því helsta – og það strax, en ekki eftir mánaða bið þangað til annar tveggja innflytjenda tónlistar sá sér fært að flyta in nokkrar plötur.  Tónlistin þarf að vera aðgengileg á “græjum” nútímans, sem eina helst eru orðin sími viðkomandi og hún verður að kosta sem minnst, en það getur hún orðið þegar enginn innflutningskostnaður er af henni, sem jafnvel var mesti kostnaðurinn. Viðkomandi vill ekki þurfa að hafa sérstakt samband við DJ helstu skemmtistaða, til að fá „tape“ af því helsta, heldur gera sinn eigin „playlista“ og fyrir hvert tækifæri.  Gæðin hafa með það að gera hversu góða „headfóna“ viðkomandi hefur, eða hátalarinn heima og í bílnum er.

 

Með öðrum orðum, þá eru þau gildi um gæði ekki þau sömu og áður.  Aðgengi, fjölbreytileiki og kostnaður, eru nú álitin gms, að auki hinnar næyuppfundnu listarn almenn upplifun aður almennings til að leita að uppljmen perfect “æði og tekin fram yfir „characterinn“ af því sem áður var sú athöfn að hlusta á plötu.

 

AÐ SKOÐA LIST:

Sú athöfn að skoða list og, eða arkitektúr hefur þróast með sama hætti.  Í myndlist snýst listin nú ekki um það hversu vel listamaðurinn kemur raunveruleika sínum tæknilega á framfæri í myndmáli, heldur tekur listin jafnvel á þjóðfélagslegum gildum sem eru að þróast í samfélaginu.  Miðlar listamana hafa líka víkkað og það að koma einhverju til skila, tekið fram yfir fegurð verks, sem tekur sig vel út á vegg heima í stofu.

 

Listin hefur sem sagt öðrum gyðjum að svara til en gyðju fegurðar.  Það að taka á þjóðfélagsandanum er hlutverk þess sem vinnur að listum.  Þjóðfélagsandinn, séð í gegn um Listina er það sem við köllum Menning.

 

Það hefur í gegn um nútímasögu vestrænna þjóðfélaga, allt reyndar frá tímum endurreisnarinnar fyrir um 650 árum, verið skoðuð samhliða sú list sem við þekkjum á hverjum tíma og samtvinnuð því sem við köllum arkitektúr.  Hvoru tveggja hefur breyst í gegn um tíðina, en hlutverkið að hafa áhrif á manns andann er stöðugt.  Það að ögra mansandanum er líka stöðugt, en það sem aðgreinir almenna listsköpun frá arkitektúr er það eitt, að arkitektúr er gerður fyrir almenna notkun en ekki bara aðdáun og/eða umhugsun.  Arkitektar verða því að stíga í tvo ólíka fætur; fót listagyðjunnar og fót þann sem snýr að; þörfum, óskum og draumum viðskiptavinarins um notkun og upplifelsi.

 

 

ARKITEKTÚR OG SAMTÍMINN:

Lengi vel var það svo að arkitektúr sneri nær eingöngu að því að skapa minnismerki trúarbragða og valdhafa.  Síðan þeirra sem mest máttu sín í viðskiptum og nú hvað síðast í “kirkjum” nútímans; tónlistarhöllum, listasöfnum og í einstökum tilfellum menntastofnunum.

 

Í raun hafði ekki skapast hefð fyrir því að gera mikið úr almenningsrýmum, síðan á tímum einvalds kirkjunnar á hugrifum mannanna, fyrr en á seinni hluta 20stu aldarinnar.

Nú er tekið á hughrifum manns andans í þessum „kirkjum“ sem aðalatriði í hönnun þeirra og þá ekki síst “guðdómleiki” ljóssins, í stað þess að gera umgjörðina að einhverju sérstöku gyldi um horfinn tíma, þegar kirkjur voru hinn eini samkomustaður almennings til að leita uppljómunar.  Ástæðan er kannski sú, að í samkeppni um manns andann er kominn almenn upplifun á listum; málara, skúlptúr, leikhúss og hljóms, að auki hinnar ný-uppfundnu listar hreyfimynda.

Frjáls rýmismyndun hefur nú forsæti yfir stöðluðum fegurðarhlutföllum.  Áferð og ytra form umgjarðarinnar getur nú endurspeglað notkun sína og hlutverk.  Fjölbreytileiki upplifunarinnar er nú þannig að hvert rými getur auðgað ólíkar athafnir mannsins, í staða þess eins að vera fyrirfram ákveðið tungumál um það hvað þótti endurspegla vald að ígyldi stöðugleika hinna fáu.

Þetta hefur hinsvegar lítið með það að gera, eins og fyrr var verið, að byggingar hins almenna borgara væru jafn frjálsar til að endurspegla þroska samfélagsins alls. Húsagerðarlist hefur því einungis verið fyrir hina fáu og má þá kannski skíra það einna helst vegna þess að þær byggingar eru í lang festum tilfellum og aðallega gerðar sem umgjörð einhverrar nytsemi.

Það að hafa þak yfir höfuðið þarf ekki að byggja á neinum þjóðfélagsgildum eða að endurspegla manns andann.  Það snýr ekki síður að því einfaldlega að skapa sér og sínum umgjörð og þá eina helst á viðráðanlegu verði, sem alltaf virðist ætla að verða erfiðara og erfiðara.  Því skiptir í raun arkitektúr orðið minna máli í uppbyggingu á íbúðarhúsum hins almenna borgara, en hraði, kostnaður og byggingartæknilegar lausnir.

En af hverju að gera lítið úr gæðum þess að líða vel?  Við viljum matinn okkar góðann, þó hann sé líka næring.  Við viljum föt okkar snyrtileg, jafnvel gerð úr góðum efnum, þó þau séu aðallega gerð til þess að halda á okkur hita. En við sinnum kannski mansandanum minna í gerð húsa okkar.  Kannski er það vegna þess að við vitum ekki hvað það getur boðið upp á, að hús okkar séu vel ígrunduð og fyrir þau not sem við ætlum þeim, og þá umfram einungis byggingartæknilegar útfærslur.  Það er hinsvegar hlutverk stjórnvalda og stofnana að byggja stoltar byggingar fyrir mans andann, ef hann er ekki að finna heima fyrir.  Þeim byggingum er ætlað að endurspegla gildi þjóðfélagsins, að vera spegill þess sem við best getum á hverjum tíma og hafa trú á samfélaginu, sýna samtíma menningu okkar virðingu og kunna að meta það sem getur gefið okkur hvað bjartasta framtíðarsýn.

 

Byggingar og Borgarrými sem eru á opinberum höndum eru því vagn menningar okkar, sem ýtir undir þroska á öllu byggðu umhverfi.  Því er ætlað að vera dæmi um það besta sem við getum gert og til þess að gefa okkur hinum trú á að við séum í framþróun og að tímar komandi geti verið okkur bjartir og til sóma.

Það er því mín skoðun, að það að horfa í baksýnisspegilinn, til að sjá verðug gyldi í byggingum okkar, sé merki þunglyndis í samfélagi okkar.  Afturhald, sökum þekkingarleysi á möguleikum samtímans, eða því hvers við erum megnug á hverjum tíma, er því ekki eðlilegur leiðarvísir fyrir nýjar kynslóðir eða framtíðarsýn stoltrar þjóðar.

 

Snúum frekar vörn í sókn, skoðum það sem best er gert í hinum auð smækkandi alheimi mankyns.  Lærum að því með opnum hug og breytum leikreglunum, ef góðar hugmyndir koma upp, í stað þess að ýta þeim frá vegna regluverksins.  Ætlumst til þess að bæði pólitík og embætti séu jafn skapandi í hugsun og hinn frjálsi markaður, ef ekki að leita sér þá ráða.  Sköpum umgjörð framsækni í gerð hins manngerða umhverfis.  Hlúum að gæðum hönnunar á raunverulegum þörfum, óskum og draumum samtímamannsins og rýnum spegil samtímans, virðum menningu okkar án fortíðardýrkunar og gerum okkar besta til að gera jafn vel ef ekki betur, en þeir sem á undan okkur komu gerðu í þeirra samtíma umhverfi.

 

Megum við bera þess gæfu, að skrifa í umhverfi okkar drauma og óskir samtíðarinnar, til þess að það sem framundan er geti sem best orðið.

 

 

Ívar Örn Guðmundsson

NEXUSarkitektar

Share this Post

Comment

Tags